„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“ Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 03:05 Skúli og Heiða segja það ekki skipta öllu máli hver verði borgarstjóri á næsta kjörtímabili. Stöð 2 Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg. „Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
„Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira