Mist Edvardsdóttir: Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko Sverrir Mar Smárason skrifar 13. maí 2022 22:08 Mist Edvardsdóttir skoraði annað af tveimur mörkum Vals í dag, í annað skiptið í sumar. Mist Edvardsdóttir skoraði annað mark Vals í 0-2 sigri á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún og félagi hennar í vörninni, Arna Sif, skoruðu mörkin og spiluðu frábærlega í vörninni í dag. Þetta var í annað sinn sem Valskonur vinna 2-0 og þær tvær skora mörkin en Mist segir það þó ekki vera leikplanið að þær skori öll mörk. „Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum. Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum.
Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07