Ögurstund Reykjavíkurflugvallar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. maí 2022 22:00 Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring. Markmiðið var að útskýra að það væri greinilega búið að ákveða að þrengja að flugvellinum til að geta síðar sagt að það væri ekki lengur pláss fyrir hann. Stjórnkerfinu í Reykjavík hafði hlaupið svo kapp í kinn að búið var að skipuleggja byggingarsvæði á ríkislandi og innan flugvallargirðingar. Síðar fjallaði ég um þetta í Kastljóssþætti. Síðan þá hafa borgaryfirvöld unnið leynt og ljóst að þessu markmiði. Það er sama hvað kemur í ljós í millitíðinni, tannhjól kerfisins halda áfram að snúast. Svipað eins og varðandi áform um byggingu „nýs Landspítala” við Hringbraut. Það var sama hvað kom í ljós. Í því tilviki var svarið alltaf á þá leið að það væri búið að verja svo miklum tíma og peningum í að undirbúa mistökin að það yrði að klára þau. Ráðist var í endalausar úttektir á Reykjavíkurflugvelli og leit að öðrum flugvallarstæðum en á meðan var haldið áfram að grafa undan flugvellinum (bókstaflega). 2013 vildi borgin ráðast í enn eina athugunina á því hvort ekki mætti losna við flugvöllinn og leggjast yfir kortin enn á ný í leit að nýjum stað. Hið kvika Hvassahraun var nefnt í þessu samhengi. Ég taldi úttektina óþarfa enda búið að margskoða málið. En þetta átti að vera flugvallarrannsóknin til að enda allar flugvallarrannsóknir. Ég átti ekki aðkomu að málinu en þó var ég ítrekað beðinn um að undirrita það sem forsætisráðherra. Rökin voru þau að þá yrði flugvöllurinn varinn fyrir ágangi í áratug. Með þeim rökum féllst ég á að skoða samkomulagið. Eftir lesturinn varð ég forviða. Þar var gert ráð fyrir því að ein af þremur brautum flugvallarins, neyðarbrautin svo kallaða, myndi víkja svo enn yrði hægt að þrengja að vellinum. Auk þess átti aðstaða fyrir kennslu og einkaflug (litlar flugvélar) að víkja. Ég var ekki bara forviða heldur líka reiður og sagði að ekki kæmi til greina að undirrita samkomulagið. Fyrir vikið var lagt fram nýtt samkomulag þar sem fallist var á að þessi atriði yrðu tekin út og aðeins fjallað um að flugvöllurinn fengi að vera í friði á meðan aðrir staðir yrðu skoðaðir gegn því að ég undirritaði samkomulagið. Teljandi þetta allt hinn mesta óþarfa féllst ég þó á þessa niðurstöðu til að losna við áformin um að leggja af neyðarbrautina og þrengja að annarri starfsemi og verja flugvöllinn á meðan málið yrði skoðað eina ferðina enn. Samkomulagið var undirritað á blaðamannafundi í Hörpu þar sem ég var stuttur í spuna enda illa við að þurfa að samþykkja enn eina flugvallarskoðunina en þó feginn að með því yrði ásælni borgarstjórnarinnar stöðvuð í áratug. Seinna komst ég að því að eftir þessa opinberu undirritun hefðu innanríkisráðherrann og borgarstjórinn farið í bakherbergi og undirritað viðbótarsamkomulag með leynd. Þar höfðu atriðin sem ég lét taka út úr samkomulaginu verið sett inn í sérstakan leynisamning. Svona vinnur kerfið að því markmiði að losna við flugvöllinn með öllum tiltækum ráðum. Nokkrum árum seinna (áður en friðhelginni var lokið) fékk borgarstjórinn samgönguráðherra til að undirrita enn eitt flugvallarsamkomulagið. Í það skiptið voru engin leynisamkomulög í bakherbergjum. Bara afdráttarlaus vilji til að losna við flugvöllinn eins og borgarstjórinn lýsti eftir undirritunina og ítrekaði í kappræðum oddvita nú, kvöldið fyrir kjördag. Þetta samþykkti ríkisstjórnin ásamt samgöngusáttmála þar sem ríkisstjórnin tók að sér að henda 50 milljörðum í að hefja framkvæmdir við Borgarlínu. Og hver er ein helsta forsenda Borgarlínunnar? Jú, brotthvarf Reykjavíkurflugvallar. Ef það á að verja Reykjavíkurflugvöll verður það ekki gert öðruvísi en að „henda skrúflykli inn í gangverk kerfisins”. Aðeins einn flokkur, Miðflokkurinn, er tilbúinn til þess. Frambjóðandi Framsóknarflokksins (sem áður bauð fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir) tók undir að flugvöllurinn færi. Þar með varð ljóst að kerfislæg aðför að Reykjavíkurflugvelli með fjármagni frá ríkisstjórninni héldi áfram með væntanlegum meirihluta Samfylkingar, Nýju Framsóknar og Vg (ásamt öðrum ef á þarf að halda). Borgarstjórnarkosningarnar nú munu því að öllum líkindum ráða úrslitum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Aðeins einn flokkur er tilbúinn til að grípa inn í til að verja samgöngumiðstöð Íslands alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Húsnæðismál Borgarstjórn Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring. Markmiðið var að útskýra að það væri greinilega búið að ákveða að þrengja að flugvellinum til að geta síðar sagt að það væri ekki lengur pláss fyrir hann. Stjórnkerfinu í Reykjavík hafði hlaupið svo kapp í kinn að búið var að skipuleggja byggingarsvæði á ríkislandi og innan flugvallargirðingar. Síðar fjallaði ég um þetta í Kastljóssþætti. Síðan þá hafa borgaryfirvöld unnið leynt og ljóst að þessu markmiði. Það er sama hvað kemur í ljós í millitíðinni, tannhjól kerfisins halda áfram að snúast. Svipað eins og varðandi áform um byggingu „nýs Landspítala” við Hringbraut. Það var sama hvað kom í ljós. Í því tilviki var svarið alltaf á þá leið að það væri búið að verja svo miklum tíma og peningum í að undirbúa mistökin að það yrði að klára þau. Ráðist var í endalausar úttektir á Reykjavíkurflugvelli og leit að öðrum flugvallarstæðum en á meðan var haldið áfram að grafa undan flugvellinum (bókstaflega). 2013 vildi borgin ráðast í enn eina athugunina á því hvort ekki mætti losna við flugvöllinn og leggjast yfir kortin enn á ný í leit að nýjum stað. Hið kvika Hvassahraun var nefnt í þessu samhengi. Ég taldi úttektina óþarfa enda búið að margskoða málið. En þetta átti að vera flugvallarrannsóknin til að enda allar flugvallarrannsóknir. Ég átti ekki aðkomu að málinu en þó var ég ítrekað beðinn um að undirrita það sem forsætisráðherra. Rökin voru þau að þá yrði flugvöllurinn varinn fyrir ágangi í áratug. Með þeim rökum féllst ég á að skoða samkomulagið. Eftir lesturinn varð ég forviða. Þar var gert ráð fyrir því að ein af þremur brautum flugvallarins, neyðarbrautin svo kallaða, myndi víkja svo enn yrði hægt að þrengja að vellinum. Auk þess átti aðstaða fyrir kennslu og einkaflug (litlar flugvélar) að víkja. Ég var ekki bara forviða heldur líka reiður og sagði að ekki kæmi til greina að undirrita samkomulagið. Fyrir vikið var lagt fram nýtt samkomulag þar sem fallist var á að þessi atriði yrðu tekin út og aðeins fjallað um að flugvöllurinn fengi að vera í friði á meðan aðrir staðir yrðu skoðaðir gegn því að ég undirritaði samkomulagið. Teljandi þetta allt hinn mesta óþarfa féllst ég þó á þessa niðurstöðu til að losna við áformin um að leggja af neyðarbrautina og þrengja að annarri starfsemi og verja flugvöllinn á meðan málið yrði skoðað eina ferðina enn. Samkomulagið var undirritað á blaðamannafundi í Hörpu þar sem ég var stuttur í spuna enda illa við að þurfa að samþykkja enn eina flugvallarskoðunina en þó feginn að með því yrði ásælni borgarstjórnarinnar stöðvuð í áratug. Seinna komst ég að því að eftir þessa opinberu undirritun hefðu innanríkisráðherrann og borgarstjórinn farið í bakherbergi og undirritað viðbótarsamkomulag með leynd. Þar höfðu atriðin sem ég lét taka út úr samkomulaginu verið sett inn í sérstakan leynisamning. Svona vinnur kerfið að því markmiði að losna við flugvöllinn með öllum tiltækum ráðum. Nokkrum árum seinna (áður en friðhelginni var lokið) fékk borgarstjórinn samgönguráðherra til að undirrita enn eitt flugvallarsamkomulagið. Í það skiptið voru engin leynisamkomulög í bakherbergjum. Bara afdráttarlaus vilji til að losna við flugvöllinn eins og borgarstjórinn lýsti eftir undirritunina og ítrekaði í kappræðum oddvita nú, kvöldið fyrir kjördag. Þetta samþykkti ríkisstjórnin ásamt samgöngusáttmála þar sem ríkisstjórnin tók að sér að henda 50 milljörðum í að hefja framkvæmdir við Borgarlínu. Og hver er ein helsta forsenda Borgarlínunnar? Jú, brotthvarf Reykjavíkurflugvallar. Ef það á að verja Reykjavíkurflugvöll verður það ekki gert öðruvísi en að „henda skrúflykli inn í gangverk kerfisins”. Aðeins einn flokkur, Miðflokkurinn, er tilbúinn til þess. Frambjóðandi Framsóknarflokksins (sem áður bauð fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir) tók undir að flugvöllurinn færi. Þar með varð ljóst að kerfislæg aðför að Reykjavíkurflugvelli með fjármagni frá ríkisstjórninni héldi áfram með væntanlegum meirihluta Samfylkingar, Nýju Framsóknar og Vg (ásamt öðrum ef á þarf að halda). Borgarstjórnarkosningarnar nú munu því að öllum líkindum ráða úrslitum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Aðeins einn flokkur er tilbúinn til að grípa inn í til að verja samgöngumiðstöð Íslands alls.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun