Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 19:02 Oddvitar þeirra níu flokka sem fengu kjörna borgarfulltrúa í síðustu kosningum og eiga möguleika á að ná inn fultrúum í kosningunum á laugardag mæta í kappræður með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18:55. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. Framsóknarflokkurinn er áfram á flugi miðað við síðustu kosningar og fengi 11,3 prósent atkvæða, dalar um prósentustig frá síðustu könnun í byrjun maí en er langt yfir 3,2 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 7,5 prósent sem er ekki langt frá fylgi flokksins árið 2018. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því kosið var síðast, fengi 21,8 prósent nú en var lang stærsti flokkurinn árið 2018 með 30,8 prósent atkvæða. Flokkur fólksins bætir lítillega við sig bæði frá síðustu könnun og kosningum og mælist nú með 5 prósent. Sósíalistaflokkurinn fengi um prósentustigi meira fylgi en síðast með 7,5 prósent. Miðflokkurinn hefur hins vegar misst ríflega helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 3,3 prósent nú samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Vinstri grænna dalar milli kannanna Píratar eru aftur á móti í mikilli sókn og fengju 13,3 prósent atkvæða. Nánast tvöfaldar fylgi sitt en flokkurinn fékk 7,7 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og fengi 22,7 prósent atkvæða nú sem er þó rétt rúmlega þremur prósentum minna en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju sama fylgi og síðast eða 4,6 prósent og hefur dalað um 2,6 prósentustig frá síðustu könnun hinn 2. maí. E-listi Reykjavíkur bestu borgarinnar fengi 1,5 prósent atkvæða og Y-listi Ábyrgrar framtíðar 1,8 prósent. Hvorugt framboðið næði inn borgarfulltrúa. Framsókn fengi þrjá fulltrúa Ef þetta yrðu úrslit borgarstjórnarkosninganna á laugardag fengi Samfylkingin flesta fulltrúa eða sex, einum færri en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa og tapaði þannig þremur frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar fá þrjá fulltrúa kjörna en fékk engan kjörinn síðast. Píratar myndu bæta við sig einum fulltrúa frá síðustu kosningum og fengju nú þrjá kjörna. Viðreisn heldur sínum tveimur fulltrúum og Flokkur fólksins og Vinstri græn sínum eina fulltrúa hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig einum og fengi tvo kjörna nú. Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa og fengi engan kjörinn nú. Meirihlutinn héldi með minnsta mun Samkvæmt þessu héldu flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn sínum 12 fulltrúum og gætu þar með endurnýjað samstarf sitt. Minnihluta flokkarnir yrðu samanlagt með ellefu fulltrúa. Innan þeirra er mesta breytingin sú að þrír fulltrúar færast frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Miðflokki og fara til Framsóknarflokks og Sósíalistaflokksins. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Fleiri fréttir Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er áfram á flugi miðað við síðustu kosningar og fengi 11,3 prósent atkvæða, dalar um prósentustig frá síðustu könnun í byrjun maí en er langt yfir 3,2 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 7,5 prósent sem er ekki langt frá fylgi flokksins árið 2018. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því kosið var síðast, fengi 21,8 prósent nú en var lang stærsti flokkurinn árið 2018 með 30,8 prósent atkvæða. Flokkur fólksins bætir lítillega við sig bæði frá síðustu könnun og kosningum og mælist nú með 5 prósent. Sósíalistaflokkurinn fengi um prósentustigi meira fylgi en síðast með 7,5 prósent. Miðflokkurinn hefur hins vegar misst ríflega helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 3,3 prósent nú samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Vinstri grænna dalar milli kannanna Píratar eru aftur á móti í mikilli sókn og fengju 13,3 prósent atkvæða. Nánast tvöfaldar fylgi sitt en flokkurinn fékk 7,7 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og fengi 22,7 prósent atkvæða nú sem er þó rétt rúmlega þremur prósentum minna en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju sama fylgi og síðast eða 4,6 prósent og hefur dalað um 2,6 prósentustig frá síðustu könnun hinn 2. maí. E-listi Reykjavíkur bestu borgarinnar fengi 1,5 prósent atkvæða og Y-listi Ábyrgrar framtíðar 1,8 prósent. Hvorugt framboðið næði inn borgarfulltrúa. Framsókn fengi þrjá fulltrúa Ef þetta yrðu úrslit borgarstjórnarkosninganna á laugardag fengi Samfylkingin flesta fulltrúa eða sex, einum færri en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa og tapaði þannig þremur frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar fá þrjá fulltrúa kjörna en fékk engan kjörinn síðast. Píratar myndu bæta við sig einum fulltrúa frá síðustu kosningum og fengju nú þrjá kjörna. Viðreisn heldur sínum tveimur fulltrúum og Flokkur fólksins og Vinstri græn sínum eina fulltrúa hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig einum og fengi tvo kjörna nú. Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa og fengi engan kjörinn nú. Meirihlutinn héldi með minnsta mun Samkvæmt þessu héldu flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn sínum 12 fulltrúum og gætu þar með endurnýjað samstarf sitt. Minnihluta flokkarnir yrðu samanlagt með ellefu fulltrúa. Innan þeirra er mesta breytingin sú að þrír fulltrúar færast frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Miðflokki og fara til Framsóknarflokks og Sósíalistaflokksins.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Fleiri fréttir Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sjá meira