Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2022 22:22 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Ívar Fannar Arnarsson Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Fluggarðar eru helsta uppeldisstöð íslenskra flugmanna, með flugskólum og flugklúbbum. Á svæðinu eru jafnframt þær flugvallarbyggingar sem næstar er Háskóla Íslands og miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurborg gerir í nýju aðalskipulagi ráð fyrir að Fluggarðar víki árið 2024.Grafík/Ragnar Visage Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að borgin fengi ekki meira af landi flugvallarins fyrr en nýr flugvöllur væri tilbúinn spurðum við hvort það ætti einnig við um svæði Fluggarða. Í samkomulagi frá 2019, sem ráðherrann sagði að þyrfti að standa við, er nefnilega sérstaklega tekið fram að það víki ekki til hliðar samkomulagi frá árinu 2013 um að ríkið hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi skuli fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Í eldra samkomulaginu, sem vísað er til, segir að stefnt skuli að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri gerðu samkomulagið árið 2013 um að nýr flugvöllur skyldi byggður í nágrenni borgarinnar fyrir kennslu- og einkaflug eins fljótt og verða má.Grafík/Ragnar Visage „Það er gamalt samkomulag sem við erum að reyna að efna um kennslu- og æfingaflug. Það auðvitað hangir svolítið á því að auðvitað væri ekkert vit í að fara að setja það „eitthvað“ annað,“ sagði Sigurður Ingi og kvaðst vilja bíða niðurstöðu Hvassahraunsnefndar. „Það styttist í hana. Áður en við förum að taka annarsvegar ákvarðanir um einhverjar uppbyggingar eða skylmast, þó svo að það séu kosningar í nánd. Samkomulag á að virða.“ Nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir tímabundinni heimild Fluggarða til ársins 2024. Eftir það fái borgin landið til annarra nota. Ríki og borg kanna nú hvort raunhæft sé að gera nýjan flugvöll í Hvassahrauni.Skjáskot/Stöð 2 Eftir að athuganir hófust á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni hófst óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum. En finnst Sigurði Inga einhverjar líkur á því að flugvöllur verði gerður í Hvassahrauni? „Sjálfum finnst mér það nú einhvern veginn hljóma sérkennilega. En ég ætla að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofunnar um það áhættumat.“ Þá sé einnig að vænta niðurstaðna úr flugmælingum og veðurathugunum vorið 2023. „Og ég held að við eigum að bíða niðurstöðu þeirrar vinnu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Fluggarðar eru helsta uppeldisstöð íslenskra flugmanna, með flugskólum og flugklúbbum. Á svæðinu eru jafnframt þær flugvallarbyggingar sem næstar er Háskóla Íslands og miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurborg gerir í nýju aðalskipulagi ráð fyrir að Fluggarðar víki árið 2024.Grafík/Ragnar Visage Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að borgin fengi ekki meira af landi flugvallarins fyrr en nýr flugvöllur væri tilbúinn spurðum við hvort það ætti einnig við um svæði Fluggarða. Í samkomulagi frá 2019, sem ráðherrann sagði að þyrfti að standa við, er nefnilega sérstaklega tekið fram að það víki ekki til hliðar samkomulagi frá árinu 2013 um að ríkið hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi skuli fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Í eldra samkomulaginu, sem vísað er til, segir að stefnt skuli að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri gerðu samkomulagið árið 2013 um að nýr flugvöllur skyldi byggður í nágrenni borgarinnar fyrir kennslu- og einkaflug eins fljótt og verða má.Grafík/Ragnar Visage „Það er gamalt samkomulag sem við erum að reyna að efna um kennslu- og æfingaflug. Það auðvitað hangir svolítið á því að auðvitað væri ekkert vit í að fara að setja það „eitthvað“ annað,“ sagði Sigurður Ingi og kvaðst vilja bíða niðurstöðu Hvassahraunsnefndar. „Það styttist í hana. Áður en við förum að taka annarsvegar ákvarðanir um einhverjar uppbyggingar eða skylmast, þó svo að það séu kosningar í nánd. Samkomulag á að virða.“ Nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir tímabundinni heimild Fluggarða til ársins 2024. Eftir það fái borgin landið til annarra nota. Ríki og borg kanna nú hvort raunhæft sé að gera nýjan flugvöll í Hvassahrauni.Skjáskot/Stöð 2 Eftir að athuganir hófust á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni hófst óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum. En finnst Sigurði Inga einhverjar líkur á því að flugvöllur verði gerður í Hvassahrauni? „Sjálfum finnst mér það nú einhvern veginn hljóma sérkennilega. En ég ætla að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofunnar um það áhættumat.“ Þá sé einnig að vænta niðurstaðna úr flugmælingum og veðurathugunum vorið 2023. „Og ég held að við eigum að bíða niðurstöðu þeirrar vinnu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24
Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05
Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent