Sport

Dag­skráin í dag: Haukar í Vest­manna­eyjum, Seinni bylgjan, Bestu mörkin og Martin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stórleikur framundan í dag.
Stórleikur framundan í dag. Vísir/Vilhelm

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Undanúrslitin í Olís deild karla í handbolta eru allsráðandi. Svo er spænski körfuboltinn á sínum stað ásamt Bestu mörkunum og Queens.

Stöð 2 Sport

Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir stórleik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta hefst klukkan 17.30. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.00. Staðan í einvíginu er 2-1 Haukum í vil.

Klukkan 19.30 er svo Seinni bylgjan á dagskrá en þar verður farið yfir leik dagsins.

Klukkan 20.00 hefjast Bestu mörkin þar sem farið verður yfir síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Stöð 2 Sport 2

Valencia tekur á móti San Pablo Burgos í ACB-deildinni í körfubolta. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson er einn af lykilmönnum Valencia sem er í harðri baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni deildarinnar.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 21.00 er Queens á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.