Sport

Páll Óskar og Paparnir á Landsmóti hestamanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason sigurvegarar í A-flokki gæðinga á flugskeiði á Landsmótinu í Reykjavík fyrir fjórum árum.
Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason sigurvegarar í A-flokki gæðinga á flugskeiði á Landsmótinu í Reykjavík fyrir fjórum árum. Vísir/Bjarni Þór

Landsmót hestamanna fer fram á Rangárbökkum Hellu í sumar og stendur yfir vikuna dagana 3. til 10. júlí. Heimamenn á Hellu ætla greinilega að trekkja að mikinn fjölda og hafa bókað listamenn á ball á föstudags- og laugardagskvöldinu.

Fjögur ár eru liðin síðan Landsmót hestamanna fór síðast fram, í Reykjavík í júlí 2018. Í tilkynningu frá skipuleggjendum í ár segir að stemmning fyrir mótinu í ár sé í hæstu hæðum.

„Landsmótsdagskráin er í smíðum en það er ljóst að stemningin verður keyrð í botn því Páll Óskar stígur á svið á föstudagskvöldinu 8. júlí og Paparnir slá botninn í mótið með því sem verður epískt sveitaball laugardagskvöldið 9. júlí,“ segir í tilkynningu.

Fleiri listamenn verða svo tilkynntir á næstu vikum. Mótinu lýkur svo með opnu húsi hrossaræktabúa á svæðinu sunnudaginn 10.júlí.


Tengdar fréttir

Landsmóti hestamanna 2020 frestað

Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×