Lífið

Fyrrverandi saxófónleikari Earth, Wind & Fire látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Andrew Woolfolk eftir að hafa spilað á Wembley-leikvanginum.
Andrew Woolfolk eftir að hafa spilað á Wembley-leikvanginum. Getty/Solomon N'Jie

Andrew Woolfolk, fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Earth, Wind & Fire, er látinn. Philip Bailey, einn söngvara hljómsveitarinnar, greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Woolfolk var 71 árs þegar hann lést en hann hafði verið að glíma við erfið veikindi seinustu sex ár. Hann gekk til liðs við hljómsveitina á 8. áratug seinustu aldar og spilaði mestmegnis á saxófón, en einnig á flautu og á slagverk.

Það hafa flestir heyrt í Woolfolk þenja lungun í lögum á borð við September og Boogie Wonderland en bæði slógu rækilega í gegn og sátu í efsta sæti topplista um allan heim.

Woolfolk var tekinn inn í Rock and Roll Hall of Fame árið 2000 og var viðstaddur er hljómsveitin fékk sína eigin stjörnu á Hollywood Walk of Fame. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×