Annarri umferð Bestu deildarinnar í fótbolta lýkur með tveimur leikjum og annar þeirra er stórleikur KR og Breiðabliks sem hafa á að skipa tveimur af bestu liðum landsins.
Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 17:45 en á sama tíma eigast FH og Fram við.
Á Stöð 2 Sport 2 verður bein útsending frá leik 3 í mögnuðu einvígi Hauka og Njarðvíkurkvenna í Subway deildinni í körfubolta en á sama tíma á Stöð 2 Sport 4 verður leikur Selfoss og FH í 8-liða úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í beinni útsendingu.
Þetta og margt fleira er í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 eins og sjá má á tenglinum hér að neðan.