Innlent

RÚV jók auglýsingatekjur um 400 milljónir

Smári Jökull Jónsson skrifar
Auglýsingatekjur RÚV í fyrra voru rúmir tveir milljarðar.
Auglýsingatekjur RÚV í fyrra voru rúmir tveir milljarðar. Vísir/Vilhelm

Ríkisútvarpið skilaði rúmlega 40 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári. Auglýsingatekjur félagsins voru rúmlega tveir milljarðar.

Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV  sem birtur var í síðustu viku. Rekstrarhagnaður RÚV var tæplega 300 milljónir króna en eftir greiðslu fjármagnsgjalda upp á 254 milljónir stendur eftir 45,2 milljóna hagnaður fyrirtækisins. Ríkið er eini hluthafi RÚV ohf. 

Í skýrslu stjórnar kemur jafnframt fram að áhrif kórónuveirunnar á rekstur RÚV hafi ekki verið mikil. Sett hafi verið af stað viðbragðsáætlun í upphafi faraldursins þar sem lögð var áhersla á öryggi starfsmanna sem og að RÚV gæti sinnt sínu hlutverki sem almannaþjónustumiðill.

Segir að vel hafi tekist að verja starfsemi RÚV og tryggja órofinn rekstur. Einnig er tekið fram að vanskil vegna krafna hafi ekki aukist að neinu ráði og að starfsemi fyrirtækisins hafi gengið vel þrátt fyrir samkomutakmarkanir.

Markmið að reksturinn sé hallalaus

Í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra um ársreikninginn kemur fram að skuldir RÚV hafi um árabil verið háar meðal annars vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Fram kemur að þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á síðustu árum, sem leitt hafi til lækkunar skulda, telji stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett.

Þjónustusamningur RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið rennur út 31.desember 2023 en tekjur RÚV koma frá ríkinu sem og sölu auglýsinga. Tekjur af auglýsingum námu rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við rúma 1,6 milljarða árið áður.

Í skýrslunni segir að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt hallalaus en félagið tapaði rúmum 200 milljónum á rekstrarárinu 2020.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.