Innlent

Svona verður veðrið um páskana

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hitatölur um landið eru víða á uppleið. Í dag er búist við upp undir tíu stiga hita á höfuðborgarsvæðinu.
Hitatölur um landið eru víða á uppleið. Í dag er búist við upp undir tíu stiga hita á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir að í dag, skírdag, verði suðaustanátt og víðast hvar strekkingur. Búast má við rigningu eða súld. Nokkuð þungbúið verður sunnanlands eftir hádegi en á norðaustanverðu landinu er útlit fyrir litla eða enga úrkomu. Hiti er víða um land á uppleið og verður á bilinu sex til tólf stig.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að búast megi við svipuðum vindstyrk á morgun, þó heldur bæti í heldur en dragi úr á vestanverðu landinu. Skýjað að mestu sunnan- og vestanlands og dálítil væta á köflum á morgun, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti kemur til með að breytast lítið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á morgun, föstudaginn langa:

Sunnan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum við fjöll á vestanverðu landinu. Skýjað og dálítil væta, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig.

Á laugardag:

Suðaustan og sunnan 8-15, en dregur úr vindi síðdegis. Súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag, páskadag:

Breytileg átt 3-8 með vætu í flestum landshlutum. Heldur kólnandi.

Á mánudag, annan í páskum, og þriðjudag:

Fremur hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu, en úrkomulítið. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag:

Sunnanátt með rigningu eða slyddu, en þurrt norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.