Málar hrúta, kýr, skeggjaða karla og Emil í Kattholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2022 19:50 Karl Jóhann með hrútinn, sem hann er nýlega búini að mála. Myndin hefur vakið mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútar, svín, kýr, Emil í Kattholti, skeggjaðir karlar, konan hans, börnin þeirra og hann sjálfur er meðal þess, sem myndlistarmaður í Kópavogi málar í frítímum sínum. Hrúturinn þykir einstaklega glæsilegur. Hér erum við að tala um Karl Jóhann Jónsson, myndlistarmanni í Kópavogi. Hann er Reykvíkingur en á mikið af skyldfólki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi og var meðal annars í sveit á bænum Grafarbakka við Flúðir. Myndirnar hans eru ótrúlega flottar og vekja alltaf mikla athygli, sjáið þið til dæmis þennan flotta hrút, sem hann var að mála og myndin af Emil í Kattholti og svo eru það allar andlitsmyndirnar af honum sjálfum og fjölskyldunni, ásamt öðru fólki. „Ég hef í raun og veru alltaf málað og teiknað frá því að ég man eftir mér en ég fór í myndlistanámið eftir stúdentspróf, var í Myndlistar- og handíðaskólanum. Ég vinn inn í seríur, ég er alltaf að byrja á nýjum seríum, sennilega vegna þess að ég er með svo mikinn athyglisbrest, þá hoppa ég oft yfir í eitthvað annað og byrja aftur á nýrri seríu,“ segir Karl Jóhann og hlær. Karl Jóhann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma við að mála myndir inn í bílskúr heima hjá sér. Emil í Kattholti er í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Já, ég samsama mig mjög mikið við hann í æsku, var með hvítt hár eins og hann en ekki jafn óþekkur.“ Emil í Kattholti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo allar dýramyndirnar þínar, þær eru mjög fallegar. „Já, þakka þér fyrir. Dýrin eru eitthvað sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hrúturinn var allavega málaður fyrir góðan Framsóknarmann. Ég hef málað nokkrar hrútamyndir og yfirleitt mála ég þá eftir myndum því þeir vilja aldrei vera kyrrir þegar ég reyni að mála þá,“ bætir Karl við hlæjandi. Hrúturinn sem var málaður fyrir góðan Framsóknarmann eins og Karl Jóhann segir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl hefur líka mikla ánægju að mála myndir af körlum með skegg. „Það er einhver svona della líklega frá því að pabbi gaf mér bók með málverkum eftir Renbrand þegar ég var bara krakki og ég hreyfst alltaf af þessu klassíska þema,“Men við berad.“ Karlar með skegg eru í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni enda er hann búin að mála margar þannig myndir í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Jóhann er í fullu starfi í Hörðuvallaskóla, sem myndlistarkennari, syngur í Karlakór Reykjavíkur og málar og málar fyrir fólk óski það eftir mynd frá honum. Þá er bara að setja sig í samband við hann. Sjálfsmynd af Karli Jóhanni, hér með sjóhatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Myndlist Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Hér erum við að tala um Karl Jóhann Jónsson, myndlistarmanni í Kópavogi. Hann er Reykvíkingur en á mikið af skyldfólki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi og var meðal annars í sveit á bænum Grafarbakka við Flúðir. Myndirnar hans eru ótrúlega flottar og vekja alltaf mikla athygli, sjáið þið til dæmis þennan flotta hrút, sem hann var að mála og myndin af Emil í Kattholti og svo eru það allar andlitsmyndirnar af honum sjálfum og fjölskyldunni, ásamt öðru fólki. „Ég hef í raun og veru alltaf málað og teiknað frá því að ég man eftir mér en ég fór í myndlistanámið eftir stúdentspróf, var í Myndlistar- og handíðaskólanum. Ég vinn inn í seríur, ég er alltaf að byrja á nýjum seríum, sennilega vegna þess að ég er með svo mikinn athyglisbrest, þá hoppa ég oft yfir í eitthvað annað og byrja aftur á nýrri seríu,“ segir Karl Jóhann og hlær. Karl Jóhann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma við að mála myndir inn í bílskúr heima hjá sér. Emil í Kattholti er í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Já, ég samsama mig mjög mikið við hann í æsku, var með hvítt hár eins og hann en ekki jafn óþekkur.“ Emil í Kattholti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo allar dýramyndirnar þínar, þær eru mjög fallegar. „Já, þakka þér fyrir. Dýrin eru eitthvað sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hrúturinn var allavega málaður fyrir góðan Framsóknarmann. Ég hef málað nokkrar hrútamyndir og yfirleitt mála ég þá eftir myndum því þeir vilja aldrei vera kyrrir þegar ég reyni að mála þá,“ bætir Karl við hlæjandi. Hrúturinn sem var málaður fyrir góðan Framsóknarmann eins og Karl Jóhann segir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl hefur líka mikla ánægju að mála myndir af körlum með skegg. „Það er einhver svona della líklega frá því að pabbi gaf mér bók með málverkum eftir Renbrand þegar ég var bara krakki og ég hreyfst alltaf af þessu klassíska þema,“Men við berad.“ Karlar með skegg eru í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni enda er hann búin að mála margar þannig myndir í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Jóhann er í fullu starfi í Hörðuvallaskóla, sem myndlistarkennari, syngur í Karlakór Reykjavíkur og málar og málar fyrir fólk óski það eftir mynd frá honum. Þá er bara að setja sig í samband við hann. Sjálfsmynd af Karli Jóhanni, hér með sjóhatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Myndlist Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira