Ridley Scott tryggir sér kvikmyndarétt að nýjustu skáldsögu Ragnars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:24 Bókin Úti eftir Ragnar Jónasson verður gerð að kvikmynd af framleiðslufyrirtæki Ridley Scott. Aðsend/baldurkristjans Framleiðslufyrirtæki leikstjórans og kvikmyndaframleiðandans Ridley Scott hefur tryggt sér réttinn að Úti, nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar. Ridley Scott er með þekktustu leikstjórum Hollywood og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise. Kvikmyndir hans eru margverðlaunaðar, bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni, BAFTA og Golden Globe. Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti og Veröld að stefnt sé að því að gera kvikmynd eftir Úti sem Scott yrði framleiðandi að, ásamt teymi frá Scott Free og True North á Íslandi. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að stýra verkinu. Úti kom út fyrir síðustu jól og er væntanleg á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum í vor. Í framhaldi fylgir svo útgáfa í öðrum löndum. Tímaritið The Times lofsamaði bókina í bókadómi en gagnrýnandi blaðsins sagði Ragnar hafa skapað svo magnað andrúmsloft ofsóknarkenndar og innilokunar að lesendur gætæu vart sleppt taki af bókinni. Meira en þrjár milljónir eintaka af bókum Ragnars hafa selst um heim allan í alls þrjátíu og sex löndum og því var fagnað um helgina að ein milljón eintaka hafi selst af bókum hans í Frakklandi. Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ridley Scott er með þekktustu leikstjórum Hollywood og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise. Kvikmyndir hans eru margverðlaunaðar, bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni, BAFTA og Golden Globe. Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti og Veröld að stefnt sé að því að gera kvikmynd eftir Úti sem Scott yrði framleiðandi að, ásamt teymi frá Scott Free og True North á Íslandi. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að stýra verkinu. Úti kom út fyrir síðustu jól og er væntanleg á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum í vor. Í framhaldi fylgir svo útgáfa í öðrum löndum. Tímaritið The Times lofsamaði bókina í bókadómi en gagnrýnandi blaðsins sagði Ragnar hafa skapað svo magnað andrúmsloft ofsóknarkenndar og innilokunar að lesendur gætæu vart sleppt taki af bókinni. Meira en þrjár milljónir eintaka af bókum Ragnars hafa selst um heim allan í alls þrjátíu og sex löndum og því var fagnað um helgina að ein milljón eintaka hafi selst af bókum hans í Frakklandi.
Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira