Lífið

Twitter boðar komu „edit“ takkans

Elísabet Hanna skrifar
Elon Musk keypti nýlega 9.2% hlut í Twitter en eftir kaupin er hann stærsti utanaðkomandi eigandinn í Twitter.
Elon Musk keypti nýlega 9.2% hlut í Twitter en eftir kaupin er hann stærsti utanaðkomandi eigandinn í Twitter. Getty/Pool

Twitter samfélagið getur byrjað að bíða spennt því miðillinn gaf það út á þriðjudaginn að breytingar séu væntanlegar á næstu mánuðum sem gera það mögulegt að lagfæra mistök í færslum.

„Algengasta breytingin sem notendur Twitter hafa beðið um undanfarin ár er breytingatakki,“

sagði Jay Sullivan hjá Twitter. Hann bætti því við að fólk vilji geta lagað mistök og stafsetningavillur og vinni í kringum þetta í dag með því að eyða tístum eða endurtísta. Hann sagði að fleiri breytingar væru einnig væntanlegar sem munu gera notendum kleyft að stjórna upplifun sinni á forritinu betur.

Elon Musk stærsti utanaðkomandi eigandinn

Stuttu fyrir tilkynninguna keypti Elon Musk 9,2 prósent í fyrirtækinu en kaupin voru metin á 2,9 milljarða Bandaríkjadali eða sem nemur um 375 milljörðum íslenskra króna. 

Á þriðjudaginn stóð hann fyrir könnun á Twitter þar sem hann spurði hvort notendur vildu breytingatakka. Þrír af hverjum fjórum svöruðu játandi. Twitter tók það þó fram að hugmyndin væri ekki komin út frá skoðanakönnun heldur hafi verið í þróun frá því í fyrra.

Musk er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla hefur þó gefið það til kynna á sínum miðli að hann standi að baki breytinganna sem séu væntanlegar. Hann er stærsti hluthafinn í Twitter eftir kaupin.


Tengdar fréttir

Gaf sjö hundruð milljarða til góðgerðafélags

Auðjöfurinn Elon Musk gaf ónefndu góðgerðafélagi hlutabréf í bílafyrirtækinu Tesla sem þá voru um 5,7 milljarða dala virði. Gjöfina gaf hann í nóvember í fyrra yfir nokkurra daga tímabil.

Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta

Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.