Viðskipti erlent

Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter

Atli Ísleifsson skrifar
Elon Musk er ríkasti maður heims.
Elon Musk er ríkasti maður heims. AP

Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter.

CNBC segir frá þessu en hann keypti um 73 milljónir hluta fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala.

Kaup Musks koma tveimur vikum eftir að hann gagnrýndi samfélagsmiðilinn með því að spyrja hvort fólk telji að Twitter virði tjáningarfrelsi fólks.

Gengi hlutabréfa í Twitter hækkuðu um heil 25 prósent eftir að fréttir bárust af kaupunum, að því er segir í frétt CNBC.

Eftir kaupin er Musk stærsti utanaðkomandi eigandinn í Twitter.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.