Sport

Gunnar þarf að taka af sér fimm kíló á þremur dögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar er í frábæru formi eins og sjá má en hann þarf aðeins að skera sig niður næstu daga.
Gunnar er í frábæru formi eins og sjá má en hann þarf aðeins að skera sig niður næstu daga. mynd/mjölnir

Það styttist í að Gunnar Nelson stígi á ný inn í búrið. Hann kom til Lundúna í gær í hörkustandi en kannski þyngri en hann vill vera.

Gunnar var 82,4 kg á hóteli sínu í gær en hann má ekki vera þyngri en 77,1 kg er hann stígur á vigtina á föstudaginn. Það verða því ansi léttar máltíðir núna og eitthvað af ferðum í gufuna.

Okkar maður hefur aldrei verið í miklum vandræðum með að ná löglegri þyngd fyrir bardaga og kann listina að losa sig við nokkur kíló á lokametrunum ansi vel. Enda var ekkert stress í honum í gær.

Pétur Marinó Jónsson eltir Gunnar á röndum í London fyrir Mjölni og í öðrum þætti af The Grind má sjá Gunnar fyrsta daginn í Lundúnum. Það er að mörgu að hyggja hjá UFC-köppunum eins og sjá mér hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Meiðsla­frír Gunnar er klár í slaginn

Gunnar Nelson stígur loksins inn í búrið á nýjan leik um næstu helgi er hann berst við Japanann Takashi Sato í London. Hann ræddi við Vísi og Stöð 2 í Mjölni í dag þar sem hann hefur verið að undirbúa sig fyrir komandi bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×