Tíska og hönnun

„Þess vegna nenni ég ekki að mála mig dags daglega“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kristín Pétursdóttir leikkona fær Ingunni Sig og Heiði Ósk í heimsókn í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu.
Kristín Pétursdóttir leikkona fær Ingunni Sig og Heiði Ósk í heimsókn í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu. Undireins/Birgitta Stefánsdóttir

Leikkonan Kristín Pétursdóttir velur frekar að sofa lengur en að farða sig á morgnana. Hún viðurkennir að húðumhirðan mætti vera betri. 

Í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu fara Heiður Ósk og Ingunn Sig í heimsókn til Kristínar en hún hefur gert upp fallega íbúð í miðbæ Reykjavíkur. 

„Ég mála mig ekki dags daglega. Það er ekki af því að mér finnst það eitthvað asnalegt, það er bara af því að ég nenni því ekki og vil frekar sofa tíu mínútum lengur á morgnana.“

Kristín segist slétta hárið á sér alla daga og passar þá að nota góða hitavörn. 

„Ég slétti það alltaf en ég lita það ekki,“ útskýrir Kristín. Hún segist hafa hætt að lita á sér hárið þegar hún var ólétt af stráknum sínum fyrir nokkrum árum. Kristín segir að hárið sé úfið og allt út í loftið ef hún sléttar það ekki. 

„Ég er eins og Hagrid í Harry Potter. Ég er ekki einu sinni að djóka.“

Þegar umræðan fer út í húðumhirðu viðurkennir Kristín að hún er ekki nógu dugleg að þrífa húðina fyrir svefninn. 

„Ég er alveg frekar léleg að hugsa um húðina á mér, ég tek eiginlega aldrei af mér makeupið. Þess vegna nenni ég ekki að mála mig dags daglega, ég nenni ekki að taka þetta af mér.“

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar Kristín meðal annars um förðunarrútínuna sína, uppáhalds vörurnar og margt fleira skemmtilegt. 

Klippa: Snyrtiborðið - Kristín Péturs

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.