María bjargaði geðheilsunni með kuldagalla um miðja nótt Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2022 10:31 María fékk mjög erfitt kvíðakast eina nótt í Danmörku. Hönnuðurinn María Ericsdóttir Panduro varð hrædd um líf sitt þegar hún fékk heiftarlegt kvíðakast um miðja nótt eftir erfið sambandsslit og gríðarlega erfitt tímabil og hún hreinlega óttaðist að hún væri að fá hjartaáfall. María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning