Íslenska CrossFit fólkið langt frá toppnum eftir fyrsta hluta The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir ætlar ekki að keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár en hún er engu að síður efst Íslendinga eftir fyrsta hluta The Open. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri í 22.1 hluta The Open en enginn íslenskur keppandi er meðal 35 efstu í fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Keppendur höfðu frest þangað til í gær til að skila æfingunum og nú þarf einungis að bíða eftir endanlegri staðfestingu frá CrossFit samtökunum. Sætin gætu því enn eitthvað hliðrast til. Anníe Mist er í 36. sæti og efst íslenskra kvenna en Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslenskra karla. Hann er í 50. sætinu. Anníe náði 360 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 392 endurtekningum. Anníe Mist er 22 sætum á undan Þuríði Erlu Helgadóttir (58. sæti) og 47 sætum á undan Andreu Ingibjörgu Orradóttur sem er þriðja best íslensku kvennanna og í 83. sæti. Sara Sigmundsdóttir er í 118. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 137. sæti. Þær Steinunn Anna Svansdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru síðan jafnar í 144. sæti. Björgvin Karl er 480 sætum á undan næsta íslenska karlmanni en Haraldur Holgersson er í 530. sæti. Þorri Þorláksson er síðan í 762. sæti og undan þeim Alex Daða Reynisson (798. sæti) og Ingvari Svavarssyni (896. sæti). Björgvin náði 352 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 390 endurtekningum. Svíinn Victori Ljungdal er efstur hjá körlunum og Kanadamaðurinn Cédric Lapointe er annar. Næstir eru síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik og Driss Bouchiah frá Marokkó. Heimsmeistarinn Justin Medeiros er í fimmta sætinu. Hjá konunum er hin átján ára gamla Mallory O'Brien efst og Pólverjinn Gabriela Migala er önnur og hin átján ára Emma Cary er þriðja. Norðmenn eiga greinilega efnilega stelpu því hin átján ára Leah Stören deilir fimmta sætinu með heimsmeistaranum Tiu-Clair Roomet og Karin Freyová frá Slóvakíu. Hér fyrir neðan má sjá þessa fyrstu æfingu í The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Keppendur höfðu frest þangað til í gær til að skila æfingunum og nú þarf einungis að bíða eftir endanlegri staðfestingu frá CrossFit samtökunum. Sætin gætu því enn eitthvað hliðrast til. Anníe Mist er í 36. sæti og efst íslenskra kvenna en Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslenskra karla. Hann er í 50. sætinu. Anníe náði 360 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 392 endurtekningum. Anníe Mist er 22 sætum á undan Þuríði Erlu Helgadóttir (58. sæti) og 47 sætum á undan Andreu Ingibjörgu Orradóttur sem er þriðja best íslensku kvennanna og í 83. sæti. Sara Sigmundsdóttir er í 118. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 137. sæti. Þær Steinunn Anna Svansdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru síðan jafnar í 144. sæti. Björgvin Karl er 480 sætum á undan næsta íslenska karlmanni en Haraldur Holgersson er í 530. sæti. Þorri Þorláksson er síðan í 762. sæti og undan þeim Alex Daða Reynisson (798. sæti) og Ingvari Svavarssyni (896. sæti). Björgvin náði 352 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 390 endurtekningum. Svíinn Victori Ljungdal er efstur hjá körlunum og Kanadamaðurinn Cédric Lapointe er annar. Næstir eru síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik og Driss Bouchiah frá Marokkó. Heimsmeistarinn Justin Medeiros er í fimmta sætinu. Hjá konunum er hin átján ára gamla Mallory O'Brien efst og Pólverjinn Gabriela Migala er önnur og hin átján ára Emma Cary er þriðja. Norðmenn eiga greinilega efnilega stelpu því hin átján ára Leah Stören deilir fimmta sætinu með heimsmeistaranum Tiu-Clair Roomet og Karin Freyová frá Slóvakíu. Hér fyrir neðan má sjá þessa fyrstu æfingu í The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira