Úkraínuvaktin: Úkraínuforseti ræðir við leiðtoga vesturlanda og ýjar að ESB-aðild Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2022 07:31 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. Stefanie Loos-Pool/Getty Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira