Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:17 Verkefnum mun eflaust fjölga þegar líða fer á kvöldið. Mynd/Þorsteinn Sigurbjörnsson/Björgunarsveitin Ársæll Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi. Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi.
Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira