Öllu aflétt eftir tíu daga og jafnvel fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 11:49 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. visir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum eftir tíu daga og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa. Einangrun verði þá einnig aflétt en ráðherra hvetur þá sem veikjast til þess að halda sig heima - líkt og í öðrum veikindum. 1.712 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og yfir tíu þúsund manns eru nú í einangrun. Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fjölgar á milli daga og eru 53 inniliggjandi en voru 47 í gær. Þar af eru tveir á gjörgæslu og hvorugur í öndunarvél. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir álagið töluvert á spítalanum og því sé til skoðunar að aflétta einangrun einkennalausra starfsmanna. Í gær voru yfir þrjú hundruð starfsmenn spítalans voru frá vinnu vegna covid. „Með svona mikla útbreiðslu er álag á allar sjúkrastofnanir í landinu, sem er ástæðan fyrir því að við erum með einhverjar takmarkanir enn þá,“ sagði Willum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Að óbreyttu segir hann standa til að aflétta öllum takmörkunum þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. „Mér sýnist sjá fyrir endann á þessu en að sjálfsögðu, ef það er ástæða til að gera þetta fyrr, skoðum við það jöfnum höndum og endurmetum stöðuna.“ Allherjar aflétting þýðir að almenn einangrun vegna veirunnar falli einnig úr gildi. „En þá er bara minna á það, að bara eins og að öllu jöfnu þegar fólk veikist, þarftu að jafna þig og fara varlega. Eftir því sem afléttingarnar verða meiri og hömlurnar minni höfðum við meira til ábyrgðar einstaklingsins um að fara vel með sig,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
1.712 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og yfir tíu þúsund manns eru nú í einangrun. Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fjölgar á milli daga og eru 53 inniliggjandi en voru 47 í gær. Þar af eru tveir á gjörgæslu og hvorugur í öndunarvél. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir álagið töluvert á spítalanum og því sé til skoðunar að aflétta einangrun einkennalausra starfsmanna. Í gær voru yfir þrjú hundruð starfsmenn spítalans voru frá vinnu vegna covid. „Með svona mikla útbreiðslu er álag á allar sjúkrastofnanir í landinu, sem er ástæðan fyrir því að við erum með einhverjar takmarkanir enn þá,“ sagði Willum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Að óbreyttu segir hann standa til að aflétta öllum takmörkunum þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. „Mér sýnist sjá fyrir endann á þessu en að sjálfsögðu, ef það er ástæða til að gera þetta fyrr, skoðum við það jöfnum höndum og endurmetum stöðuna.“ Allherjar aflétting þýðir að almenn einangrun vegna veirunnar falli einnig úr gildi. „En þá er bara minna á það, að bara eins og að öllu jöfnu þegar fólk veikist, þarftu að jafna þig og fara varlega. Eftir því sem afléttingarnar verða meiri og hömlurnar minni höfðum við meira til ábyrgðar einstaklingsins um að fara vel með sig,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira