Innlent

Öllu flugi Play á morgun af­lýst

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári.
Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári. Vísir/Vilhelm

Öllum flugferðum Play á morgun hefur verið aflýst, vegna ofsaveðursins sem útlit er fyrir að skelli á landinu í nótt.

Þetta staðfestir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við fréttastofu. Um er að ræða þrjár flugferðir: Til Kaupmannahafnar og Amsterdam klukkan 6:30 í fyrramálið, og til Parísar klukkan 15:40 seinnipartinn.

Nadine segir að nú sé unnið að því að færa ferðirnar yfir á þriðjudag, til þess að raska ferðaáætlunum farþega sem minnst.

Nokkur hundruð farþegar félagsins koma til með að finna fyrir niðurfellingu ferðanna, en ráðgert er að þeir fái upplýsingar um nýja flugtíma seinna í dag.

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Icelandair hefði aflýst öllu morgunflugi sínu til og frá Evrópu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.