Sport

Hnefaleikar og ólympískar lyftingar gætu dottið út af Ólympíuleikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólympískar lyftingar þurfa að taka til í sínum ranni.
Ólympískar lyftingar þurfa að taka til í sínum ranni. getty/Chris Graythen

Hnefaleikar, ólympískar lyftingar og nútímafimmtarþraut eru ekki á listanum yfir keppnisgreinar á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Það gæti þó breyst.

Í dag birti Alþjóða ólympíunefndin lista yfir keppnisgreinar á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir sex ár. Alls voru 28 greinar á listanum en Los Angeles getur bætt við greinum á næsta ári.

Hnefaleikar, ólympískar lyftingar og nútímafimmtarþraut voru ekki á listanum og þurfa að taka til í sínum málum til að komast aftur á hann.

Sterkur grunur leikur á að dómarar hafi hagrætt úrslitum í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Ásakanir um ólöglega lyfjaneyslu hafa fylgt ólympískum lyftingum í lengri tíma og þá þarf að finna nýja grein í nútímafimmtarþrautina í staðinn fyrir hindrunarhlaup á hestbaki.

Los Angeles verður þriðja borgin sem heldur Ólympíuleikana þrisvar sinnum. Leikarnir voru einnig haldnir í borginni 1932 og 1984.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.