Erlent

Harðar tak­markanir á Tonga vegna kórónu­veiru­smita

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Um áttatíu prósent allra íbúa Tonga hafa þegar fengið tvo skammta bóluefnis en heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti, sérstaklega á afskekktari eyjum ríkisins.
Um áttatíu prósent allra íbúa Tonga hafa þegar fengið tvo skammta bóluefnis en heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti, sérstaklega á afskekktari eyjum ríkisins. AP

Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið settar í gang í eyríkinu Tonga eftir að kórónuveiran greindist í höfuðborg ríkisins, Nuku'alofa.

Tveir hafa greinst smitaðir á hafnarsvæðinu þar sem hjálpargögn hafa verið að berast eftir náttúruhamfarirnar sem riðu yfir landið á dögunum þegar neðansjávareldgos hófst undan ströndum eyjaklasans. Þrír aðrir eyjaskeggjar úr sömu fjölskyldu hafa svo greinst í kjölfarið.

Hingað til hafa eyjaskeggjar alfarið sloppið við kórónuveiruna enda var eyjunum svo gott sem lokað í ársbyrjun 2020. Þegar hjálpargögn fóru loks að berast til Tonga var óttast að veiran myndi fylgja með og svo virðist komið á daginn, þrátt fyrir harðar sóttvarnir við uppskipun.

Útgöngubanni hefur því verið komið á í að minnsta kosti tvo sólarhringa uns hægt verður að meta ástandið og útbreiðslu smitsins. 

Um áttatíu prósent allra íbúa Tonga hafa þegar fengið tvo skammta bóluefnis en heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti, sérstaklega á afskekktari eyjum ríkisins.


Tengdar fréttir

Íslandsvinur frá Tonga biður fólk um að rétta fram hjálparhönd

Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins þar fyrr í þessum mánuði. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta fram hjálparhönd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.