Innlent

Stefán Gunnar sækist eftir oddvitasæti Framsóknar í Árborg

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stefán Gunnar sækist eftir oddvitasæti í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Stefán Gunnar sækist eftir oddvitasæti í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Aðsend

Stefán Gunnar Stefánsson, iðnfræðingur og fageftirlitsmaður fjárfestingarverkefna hjá Veitum, sækist eftir oddvitasætinu í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Árborg.

Þetta segir í tilkynningu frá Stefáni. Stefán er iðnfræingur að mennt og starfar sem fageftirlitsmaður fjárfestingarverkefna hjá Veitum ohf. þar sem hann sinnir verkefnum á Suðurlandi og í Reykjavík. Stefán er brottfluttur Dalamaður og hefur búið í Árborg síðan 2015. 

„Sveitarfélagið Árborg á sér bjarta framtíð. Gríðarleg íbúafjölgun hefur verið undanfarin ár og stór hluti þeirra ungt fjölskyldufólk. Tel ég mikilvægt að tryggja þeim hópi öruggt umhverfi og góða þjónustu,“ segir Stefán í tilkynningunni.

Hann segir hraða uppbyggingu hafa skapað mikla áskorun fyrir sveitarfélög og innviði þeirra en mikilvægt sé að stuðlað sé að góðu jafnvægi í uppbyggingu og horft sé til framtíðar í skipulagsmálum. 

„Mannlíf bæjarins hefur tekið á sig töluvert breytta mynd á skömmum tíma með nýju og öflugu fólki. Sveitarfélagið Árborg er frábær staður og hér er gott að búa. Það er mjög gefandi og gaman að sjá og upplifa þær breytingar á umhverfinu sem hafa verið á undanförnum árum,“ segir Stefán.

„Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Árborg því ég hef áhuga á að taka þátt í þeirri vegferð að gera gott sveitarfélag enn betra.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.