Handbolti

Twitter: Móður­legar til­finningar í garð Viktors Gísla og stoð­sendinga­vélin úr Pizza­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í dag.
Viktor Gísli Hallgrímsson vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í dag. Sanjin Strukic/Getty Images

Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins.

Líkt og gegn Króatíu byrjaði íslenska liðið af krafti og spilaði hreint út sagt frábærlega í fyrri hálfleik. Eftir smá bras í síðari hálfleik þá fann liðið ryðmann og á endanum vannst magnaður 10 marka sigur, lokatölur 34-24.

Hér að neðan má sjá allt það helsta sem gerðist á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð.

Stressið var farið að segja til sín löngu áður en leikurinn var flautaður á.

Ísland fékk góðar fréttir fyrir leik.

Elvar Ásgeirsson spilaði sinn fjórða landsleik og stóð sig með prýði líkt og í hinum þremur. 

Viktor Gísli Hallgrímsson hélt áfram að heilla land og þjóð með frammistöðu sinni.

Þráinn Orri Jónsson fékk tækifæri í dag og nýtti það ef marka má Twitter.

Frammistaða Svartfellinga var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á meðan allt var upp á 10 hjá Íslandi.

Ætli TikTok muni auka vinsældir handboltans?

Það virtist sem Ísland ætlaði að endurtaka leikinn frá því gegn Króatíu í síðari hálfleik og hleypa Svartfellingum inn í leikinn en svo reyndist ekki. Ísland vann að endingu öruggan sigur og nú eru örlög liðsins í höndum Dana.


Tengdar fréttir

Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu

„Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits.

„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“

„Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM.

Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi

Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×