Handbolti

Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu

Sindri Sverrisson skrifar
Íslendingar eiga enn von um sæti í undanúrslitum eftir magnaðan sigur gegn Svartfjallalandi.
Íslendingar eiga enn von um sæti í undanúrslitum eftir magnaðan sigur gegn Svartfjallalandi. EPA-EFE/Tibor Illyes

„Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits.

Elvar missti af þremur leikjum Íslands í einangruninni en sneri aftur með stæl í dag:

„Þetta er búið að vera frekar leiðinlegt, að sitja uppi á herbergi að horfa á strákana spila og geta ekki hjálpað þeim. Það er alveg hræðilegt að geta ekki gert neitt.

Ég held ég hafi aldrei verið eins búinn á því eins og eftir fyrstu tvær mínúturnar. Ég gat varla hlaupið eftir það. En svo kikkaði adrenalínið inn og maður keyrði sig út,“ sagði Elvar, hæstánægður með frammistöðu íslenska liðsins:

„Það var frábært að fá Bjarka inn, Ómar og Viktor voru frábærir, eins og bara allir í dag. Við gerðum okkar og kláruðum þennan leik. Svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Elvar.

Hefur hann trú á Dönum í kvöld, og að þeir tryggi Íslandi sæti í undanúrslitum með því að vinna Frakka?

„Þetta er eitt af bestu liðum í heimi sem þeir eru að mæta þannig að þetta verður bara hörkuleikur, en við bíðum og sjáum,“ sagði Elvar.


Tengdar fréttir

Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu

„Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits.

„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“

„Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM.

Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi

Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.