„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 16:30 Guðmundur Guðmundsson var duglegur að leiðbeina nýjum mönnum gegn Svartfellingum í dag og hæstánægður með þeirra frammistöðu í leiknum. Getty/Sanjin Strukic „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. Guðmundur er enn staðráðinn í að sleppa því að horfa á leikinn í kvöld þrátt fyrir að eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi í dag sé ljóst að ef Danmörk vinnur þá kemst Ísland í undanúrslit. Hann ætlar að reyna að hvílast eftir mikla rússíbanareið síðustu sólarhringa, en Guðmundur þurfti til að mynda að breyta um leikáætlun snemma í morgun fyrir leikinn við Svartfjallaland, þegar þrír leikmenn losnuðu úr einangrun. Nýja áætlunin svínvirkaði og Ísland vann stórsigur. „Ég á varla orð til að lýsa þessu. Þetta er búið að vera mjög, mjög erfitt fyrir okkur. Þetta er eins og krísustjórnun. Við erum í erfiðri stöðu á hverjum einasta degi og fyrir mig sem þjálfara, að undirbúa liðið í þessum aðstæðum hefur þetta verið geysilega erfitt og mikið púsluspil. Ég þurfti að breyta öllu leikplaninu klukkan hálfátta í morgun, þegar nýir menn voru komnir inn,“ sagði Guðmundur. Finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með Hann var hæstánægður með þá Bjarka Má Elísson, Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson sem sneru aftur til leiks. Aron meiddist þó snemma leiks en Guðmundur segir vonir bundnar við að hann geti spilað á föstudaginn, um 5. sæti eða í undanúrslitum gegn Spáni. Bjarki Már Elísson sneri aftur úr einangrun og skoraði úr öllum átta skotum sínum.Getty „Ég vil þakka þeim sem komu inn eftir sjö daga í einangrun fyrir stórkostlega frammistöðu, karakter og vilja. Þetta var ekki einfalt fyrir þá en þeir gerðu það stórkostlega vel. Ég finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með okkur. Ég veit að þá langar svo ofboðslega til að spila hérna með okkur. Ég finn til með þeim á hverjum einasta degi. Þetta er ekki einföld staða, að vera lokaður inni í litlu herbergi á meðan að EM er í gangi.“ „Ég vona að við fáum happadísirnar með okkur núna og getum losað fleiri úr einangrun á næstu tveimur dögum. Þetta gekk upp í dag en þetta er lítill hópur til að halda uppi fullum dampi á móti toppliðum. Að því sögðu er ég ótrúlega ánægður með frammistöðu þeirra sem voru að koma inn í liðið. Þeir hafa verið fljótir að setja sig inn í hlutina og ég held ég hafi bara ekki upplifað svona,“ sagði Guðmundur. Hæstánægður með nýju mennina Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon fengu til að mynda frekar stórt hlutverk í leiknum gegn Svartfjallalandi í dag. „Þeir koma inn í vel skipulagt leikplan, þetta er skilgreint fyrir þeim aftur og aftur, og þeir eru bara með þetta. Þeir stóðu sig ótrúlega vel í dag. Maður eins og Þráinn kemur inn í sinn fyrsta landsleik á EM og gerði þetta mjög vel í vörn og sókn. Magnús Óli var með frábæra innkomu og hjálpaði okkur mikið, því staðan er aldrei örugg þegar þetta er komið niður í sex mörk. Hann hjálpaði okkur að leysa hnúta.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08 Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Guðmundur er enn staðráðinn í að sleppa því að horfa á leikinn í kvöld þrátt fyrir að eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi í dag sé ljóst að ef Danmörk vinnur þá kemst Ísland í undanúrslit. Hann ætlar að reyna að hvílast eftir mikla rússíbanareið síðustu sólarhringa, en Guðmundur þurfti til að mynda að breyta um leikáætlun snemma í morgun fyrir leikinn við Svartfjallaland, þegar þrír leikmenn losnuðu úr einangrun. Nýja áætlunin svínvirkaði og Ísland vann stórsigur. „Ég á varla orð til að lýsa þessu. Þetta er búið að vera mjög, mjög erfitt fyrir okkur. Þetta er eins og krísustjórnun. Við erum í erfiðri stöðu á hverjum einasta degi og fyrir mig sem þjálfara, að undirbúa liðið í þessum aðstæðum hefur þetta verið geysilega erfitt og mikið púsluspil. Ég þurfti að breyta öllu leikplaninu klukkan hálfátta í morgun, þegar nýir menn voru komnir inn,“ sagði Guðmundur. Finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með Hann var hæstánægður með þá Bjarka Má Elísson, Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson sem sneru aftur til leiks. Aron meiddist þó snemma leiks en Guðmundur segir vonir bundnar við að hann geti spilað á föstudaginn, um 5. sæti eða í undanúrslitum gegn Spáni. Bjarki Már Elísson sneri aftur úr einangrun og skoraði úr öllum átta skotum sínum.Getty „Ég vil þakka þeim sem komu inn eftir sjö daga í einangrun fyrir stórkostlega frammistöðu, karakter og vilja. Þetta var ekki einfalt fyrir þá en þeir gerðu það stórkostlega vel. Ég finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með okkur. Ég veit að þá langar svo ofboðslega til að spila hérna með okkur. Ég finn til með þeim á hverjum einasta degi. Þetta er ekki einföld staða, að vera lokaður inni í litlu herbergi á meðan að EM er í gangi.“ „Ég vona að við fáum happadísirnar með okkur núna og getum losað fleiri úr einangrun á næstu tveimur dögum. Þetta gekk upp í dag en þetta er lítill hópur til að halda uppi fullum dampi á móti toppliðum. Að því sögðu er ég ótrúlega ánægður með frammistöðu þeirra sem voru að koma inn í liðið. Þeir hafa verið fljótir að setja sig inn í hlutina og ég held ég hafi bara ekki upplifað svona,“ sagði Guðmundur. Hæstánægður með nýju mennina Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon fengu til að mynda frekar stórt hlutverk í leiknum gegn Svartfjallalandi í dag. „Þeir koma inn í vel skipulagt leikplan, þetta er skilgreint fyrir þeim aftur og aftur, og þeir eru bara með þetta. Þeir stóðu sig ótrúlega vel í dag. Maður eins og Þráinn kemur inn í sinn fyrsta landsleik á EM og gerði þetta mjög vel í vörn og sókn. Magnús Óli var með frábæra innkomu og hjálpaði okkur mikið, því staðan er aldrei örugg þegar þetta er komið niður í sex mörk. Hann hjálpaði okkur að leysa hnúta.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08 Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
„Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29
Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20
Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20
Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08
Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53