Innlent

Leitinni lokið og skipverjinn fundinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar við Engey.
Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar við Engey. Vísir/Vilhelm

Umfangsmikil leit stendur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum eftir að bátur fannst mannlaus við Engey. 

Uppfært klukkan 13:50. 

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að skipverjinn sem leitað var að sé fundinn og leitinni sé lokið. 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst ábending um að bátur væri hugsanlega strandaður við Engey í dag. Í samráði við hafnsöguvaktina í Reykjavík og fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra fór fram eftirgrennslan en engar upplýsingar voru í kerfum Landhelgisgæslunnar þess efnis að bátur hefði farið á sjó eða væri strandaður við Engey. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að athugun Gæslunnar hafi leitt í ljós að bátur væri við Engey og hugsanlega væri einn um borð. 

Þegar björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi komið á staðinn hafi báturinn fundist mannlaus. Landhelgisgæslan boðaði í kjölfarið til leitaraðgerða með þyrlu Gæslunnar og öllum tiltækum sjóbjörgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Leitin stendur nú yfir. 

Leitin stendur nú yfir og liggja engar frekari upplýsingar fyrir að svo stöddu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×