Fótbolti

Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Youssef En-Nesyri skoraði jöfnunarmark Marokkó.
Youssef En-Nesyri skoraði jöfnunarmark Marokkó. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Marokkó varð í kvöld sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta með 2-1 sigri á Malaví.

Gabadinho Mhango kom Malví-mönnum yfir strax á sjöundu mínútu leiksins, en Youssef En-Nesyri sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik með marki á annarri mínútu uppbótartíma.

Það var svo bakvörðurinn Achraf Hakimi sem tryggði Marokkó sigurinn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og niðurstaðan því 2-1 sigur Marokkó.

Marokkó er því komið í átta liða úrslit Afríkumótsins þar sem liðið mætir annað hvort Fílabeinsströndinni eða Egyptalandi næstkomandi sunnudag, en Malaví er á heimleið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.