Handbolti

Elvar og Ólafur ekki klárir og bara fjórtán á skýrslu þriðja leikinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darri Aronsson leikur sinn fyrsta landsleik í dag.
Darri Aronsson leikur sinn fyrsta landsleik í dag. vísir/vilhelm

Aðeins fjórtán leikmenn verða á skýrslu þegar Ísland mætir Króatíu í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta.

Björgvin Páll Gústavsson kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna kórónuveirunnar. Elvar Örn Jónsson og Ólafur Guðmundsson, sem greindust á sama tíma og Björgvin Páll, verða ekki með í dag.

Þriðja leikinn í röð verður Ísland aðeins með fjórtán leikmenn á skýrslu. Tveir leikmenn leika sinn fyrsta landsleik í dag; Haukamennirnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson.

Vignir Stefánsson, sem kom til móts við íslenska liðið á föstudaginn og lék með því í sigrinum á Frökkum, er ekki með en hann greindist með veiruna í hraðprófi í morgun. Daníel Þór Ingason er heldur ekki með en hann fékk jákvæða niðurstöðu úr prófi í gær.

Hópur Íslands gegn Króatíu

Markverðir

 • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (239/16)
 • Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (30/1)

Aðrir leikmenn

 • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (18/23)
 • Elvar Ásgeirsson, Nancy (2/5)
 • Darri Aronsson, Haukar (0/0)
 • Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (16/18)
 • Magnús Óli Magnússon, Valur (13/7)
 • Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (6/3)
 • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (61/183)
 • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (44/107)
 • Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (24/25)
 • Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (26/68)
 • Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (57/27)
 • Þráinn Orri Jónsson, Haukar (0/0)

Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru.


Tengdar fréttir

Teitur: Alls ekki orðnir saddir

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson hefur nýtt sínar mínútur á EM vel og kemur alltaf inn af miklum krafti.

Frá Tene til Búdapest

Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, kom óvænt inn í íslenska liðið fyrir leikinn gegn Frökkum. Fékk að spila og stóð sig vel.

Björgvin Páll laus úr einangrun

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, má spila gegn Króatíu á EM í dag. Hann er laus úr einangrun sem hann var skikkaður í eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit í síðustu viku.

Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit

Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur.

Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag

Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.