Björgvin Páll laus úr einangrun Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 08:54 Björgvin Páll Gústavsson var einn af þeim sem greindust fyrstir með kórónuveirusmit af þeim níu sem smitast hafa í íslenska leikmannahópnum frá því í síðustu viku. Getty Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, má spila gegn Króatíu á EM í dag. Hann er laus úr einangrun sem hann var skikkaður í eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit í síðustu viku. Björgvin Páll staðfestir þetta á Instagram þar sem hann segir: „Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll „follow“, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót! ❤️ Nú fer öll orkan í að hjálpa strákunum og njóta þess að vera hluti af þessu ævintýri aftur! Króatía á eftir! Áfram Ísland!“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Níu leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Björgvin var einn af þremur sem fyrst greindust með jákvætt sýni, ásamt þeim Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni. Elvar og Ólafur bíða enn og vona að þeir geti verið með gegn Króatíu. Björgvin Páll fékk neikvætt úr PCR-prófi og svokallað CT-gildi var langt yfir 30, eins og krafa er um en það bendir til þess að menn smiti ekki frá sér. Eftir því sem Vísir kemst næst voru CT-gildi Elvars og Ólafs rétt undir 30 þegar þeir fengu síðast niðurstöðu en þeir bíða þess að fá niðurstöðu úr nýju prófi, sem gæti komið rétt áður en leikur hefst. Síðasta fimmtudag var greint frá þremur smitum til viðbótar, hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason duttu svo út fyrir leikinn við Frakka á laugardag, og í gær var greint frá því að Daníel Þór Ingason hefði greinst með smit. Fjórir leikmenn kallaðir út Tveir nýir leikmenn mættu til Búdapest og voru með í sigrinum gegn Frökkum á laugardag, Valsararnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Tveir leikmenn Hauka, þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, mættu svo skömmu eftir þann leik og geta verið með í dag. Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00 Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31 Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Björgvin Páll staðfestir þetta á Instagram þar sem hann segir: „Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll „follow“, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót! ❤️ Nú fer öll orkan í að hjálpa strákunum og njóta þess að vera hluti af þessu ævintýri aftur! Króatía á eftir! Áfram Ísland!“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Níu leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Björgvin var einn af þremur sem fyrst greindust með jákvætt sýni, ásamt þeim Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni. Elvar og Ólafur bíða enn og vona að þeir geti verið með gegn Króatíu. Björgvin Páll fékk neikvætt úr PCR-prófi og svokallað CT-gildi var langt yfir 30, eins og krafa er um en það bendir til þess að menn smiti ekki frá sér. Eftir því sem Vísir kemst næst voru CT-gildi Elvars og Ólafs rétt undir 30 þegar þeir fengu síðast niðurstöðu en þeir bíða þess að fá niðurstöðu úr nýju prófi, sem gæti komið rétt áður en leikur hefst. Síðasta fimmtudag var greint frá þremur smitum til viðbótar, hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason duttu svo út fyrir leikinn við Frakka á laugardag, og í gær var greint frá því að Daníel Þór Ingason hefði greinst með smit. Fjórir leikmenn kallaðir út Tveir nýir leikmenn mættu til Búdapest og voru með í sigrinum gegn Frökkum á laugardag, Valsararnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Tveir leikmenn Hauka, þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, mættu svo skömmu eftir þann leik og geta verið með í dag. Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00 Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31 Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00
Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31
Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26
„Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30
Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21