Erlent

Þotu snúið við vegna far­þega sem neitaði að bera grímu

Árni Sæberg skrifar
Flugvélin var á vegum American Airlines.
Flugvélin var á vegum American Airlines. AP/Wilfredo Lee

Flugvél American Airlines á leið frá Miami til Lundúna á miðvikudaginn var snúið við eftir tæplega klukkustundar flug vegna farþega sem harðneitaði að bera grímu líkt og allir aðrir.

Að sögn American Airlines beið lögregla eftir endurkomu vélarinnar til Miami þar sem konu á fimmtugsaldri var fylgt frá borði. Konan sé nú komin á bannlista flugfélagsins.

Konan var á fyrsta farrými og nokkuð við skál að sögn Steve Freemans, eins farþega flugsins.

„Áfengi kom mikið við sögu og ég var stressaður. Ég sá vel í hvað stefndi. Þau höfðu áminnt hana mikið við svo við bjuggumst eiginlega við þessu,“ hefur staðarmiðillinn Local 10 eftir honum.

Farþegar flugsins voru bókaðir í nýtt flug daginn eftir og voru svekktir líkt og búast mátti við.

Að sögn breska ríkissútvarpsins komu upp tæplega sex þúsund flugatvik í fyrra sem tengdust óþekkum flugfarþegum. Flest þeirra hafi tengst ágreiningi um grímunotkun.

Bandarísk flugmálayfirvöld segja 92 tilvik hafa komið upp, það sem af er ári, þar sem farþegar neituðu að bera grímu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.