Tíska og hönnun

Innlit á fallegt heimili Vanessu Hudgens

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vanessa Hudgens hleypti AD í heimsókn.
Vanessa Hudgens hleypti AD í heimsókn. Skjáskot/Youtube

Leik- og söngkonan Vanessa Hudgens sló fyrst í gegn sem Gabriella Montez í High School Musical myndunum. Nú síðast sást hún í kvikmyndinni Tick, Tick, Boom sem hlotið hefur góða dóma.

Stjarnan leitaði í meira en fimm ár að rétta húsinu áður en draumahúsið fannst. Eignin er staðsett í Los Feliz í Los Angeles í Bandaríkjunum. Architectural Digest heimsótti hana og fékk að sjá húsið sem er einstaklega fallegt. 

Vanessa segir frá því í myndbandinu að húsið hafi verið byggt fyrir viðhald leikstjórans Cecil B. DeMille. Það var hönnuðurinn Jake Arnold sem aðstoðaði hana með allar breytingarnar sem hún gerði á húsinu til að gera það meira að sínu eiginn. Stíllinn er einstaklega fallegur og róandi.  

Hudgens er auðvitað með flygil í húsinu til þess að æfa sig en í viðtali við Architectural Digest talar hún sérstaklega um það hvað það sé gott að geta komið heim og lagst í bað. Innlit Architectural Digest má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Einstök útsýnisíbúð í Bríetartúni

Á Fasteignavefnum okkar er til sölu útsýnisíbúð á áttundu hæð í Bríetartúni 9 í Reykjavík. Íbúðin er 136,1 fermetrar og uppsett verð er 119 milljónir. 

Innlit á fallegt heimili Kirsten Dunst

Kirsten Dunst og innanhúshönnuðurinn Jane Hallworth fara vel yfir heimili Dunst í innslagi á YouTube-síðu Architectual Digest.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.