Lífið

Vonarstjarna Frakka lést eftir skíðaslys

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gaspard Ulliel á tískuviku í París í janúar 2020.
Gaspard Ulliel á tískuviku í París í janúar 2020. Foc Kan/WireImage

Franski leikarinn Gaspard Ulliel, vonarstjarna í franskri kvikmyndagerð og stjarna í Moon Knight þáttum Marvel sem frumsýndir verða í mars, er látinn eftir skíðaslys. AFP fréttaveitan greinir frá.

Ulliel var flogið með þyrlu á sjúkrahús í Grenoble á þriðjudag eftir að hafa fengið höfuðhögg við árekstur á skíðum í frönsku ölpunum. Fjölskylda Ulliel og umboðsmaður staðfesta við AFP að hann sé látinn.

Ulliel hefur leikið í kvikmyndum á borð við Hannibal Rising, Saint Laurent, It’s Only The End Of The World, A Very Long Engagement og þá er hann þekktur sem andlit ilmvatnsins Bleu de Chanel.

Í Moon Knight þáttunum leikur hann Miðnæturmanninn svokallaða en meðal annarra leikara í þáttunum eru þeir Oscar Isaac, og Ethan Hawke.

Um er að ræða annað dauðsfallið eftir slys í frönsku Ölpunum nýlega. Fimm ára stúlka lést í skíðaslysi á svipuðum slóðum á laugardag þegar skíðamaður klessti á hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×