Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Innlagnarhlutfall á spítala og gjörgæslu er á niðurleið og sóttvarnalæknir segir að fylgst verði með þróuninni sem gefi mögulega tilefni til tilslakana. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við kíkjum einnig í Laugardalshöll þar sem yngstu börnin voru bólusett í dag og verðum í beinni útsendingu með framkvæmdastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem farið verður yfir nýjar reglur um PCR-sýnatöku hjá börnum sem taka gildi á morgun.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem fyrsti þingfundur ársins stendur yfir. Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru fjármálaráðherra í umræðu um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag.

Að lokum hittum við sexhyrndan hrút sem elskar athygli og kynnum okkur Tenerife-æði sem virðist hafa heltekið þjóðina.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.