Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirufaraldursins. Mótshaldarar höfðu áður gefið út að erlendir áhorfendur yrðu ekki leyfðir en nú er ljóst að engir áhorfendur fá að kaupa miða.
Aftur á móti verður ákveðnum, sérvöldum hópum fólks boðið að mæta á leikana og munu þeir áhorfendur þurfa að fara eftir ströngum sóttvarnareglum fyrir, á meðan og eftir að þeir mæta á leikana.
Sömu reglur gilda varðandi ólympíumót fatlaðra sem fram fer í mars á sama stað.
Skipulagsnefnd viðburðanna vildi ekki útskýra nánar hvernig þeir áhorfendur sem fá boð á þessi stærstu vetraríþróttamót heims yrðu valdir.
Keppendur, þjálfarar og aðrir sem starfa við Verarólympíuleikana þurfa að sjálfsögðu einnig að hlíta ströngum sóttvarnareglum og verða í búbblu alla leikana, fjarri almenningi í Kína.
Í síðasta mánuði tilkynnti ameríska NHL íshokkídeildin það að leikmenn deildarinnar yrðu ekki með í Peking vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á leikjadagskrána í deildinni.