Erlent

Sjötta hlýjasta ár frá upp­hafi mælinga

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vísindamenn líta ekki björtum augum á stöðuna.
Vísindamenn líta ekki björtum augum á stöðuna. Getty Images

Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga.

Meðalhiti á árinu sem var að líða voru rúmar 14,7 gráður en sem dæmi var meðalhiti tæpar 13,9 gráður árið 1975. Síðustu tíu ár hafa öll verið yfir meðallagi og loft og haf á jörðinni er nú rúmri gráðu hlýrra en það var fyrir hundrað árum síðan. Þetta kemur fram hjá AP fréttaveitunni.

Gavin Smith, vísindamaður hjá NASA, segir nokkuð ljóst hvað í stefni: „Þetta [hlýnunin] er af mannavöldum . Hlýnun jarðar verður vandamál þar til við hættum að auka losun gróðurhúsalofttegunda.“ Vísindamaður hjá Berkely tekur í sama streng og segir þróunina ógnarhraða.

Veðurfræðingar vilja meina að veðurfyrirbrigðið „La niña“ hafi jafnvel lækkað hitastig jarðarinnar þetta árið. Fyrirbrigðið er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar svonefndu sem er náttúruleg sveifla sjávarhita í Kyrrahafinu Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar.


Tengdar fréttir

Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni

Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári.

Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár

Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi sterk áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku en aðeins óbein áhrif á veðurfar á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×