Hækka þurfi viðbúnaðarstig á landsvísu og herða samkomutakmarkanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 19:11 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans telur rétt að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Tuttugu þúsund manns, eða um 5,5 prósent þjóðarinnar, eru nú í einangrun eða sóttkví, eftir að eitt þúsund fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta eru inniliggjandi á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna aldrei hafa verið þyngri en nú. „Þeim hefur fjölgað ískyggilega covidsjúklingunum hjá okkur og miðað við nýjustu spá hvað varðar framhald þessa faraldurs að þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr,” segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Samkvæmt svartsýnustu spám Landspítala gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir 57 sjúklingum. Guðlaug Rakel segir að sjúkrahúsið geti ekki ráðið við svartsýnustu spár. „Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda og vonandi verðum við í líklegri spá eða bjartsýnni spá. Við erum að gera ráð fyrir 0,6 til 0,7 prósent innlagnahlutfalli og á meðan við erum með yfir þúsund smit á dag þá segir það sig sjálft hvernig þróunin verður.” Landspítalinn er nú á neyðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, er ákveðið af viðbragðsstjórn spítalans hverju sinni. Guðlaug Rakel telur hins vegar að ganga þurfi lengra, jafnvel þurfi að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna stöðunnar, en það er núna á hættustigi. „Ég held að það þurfi að skoða almannavarnastigið yfir höfuð, hvort það sé komið að þeim tímapunkti að við þurfum að færa almannavarnir um stig.” Þá þurfi að herða samkomutakmarkanir enn frekar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið allt. „Það þarf að hægja á samfélaginu til að draga úr smitum og við vitum hvernig það gengur fyrir sig. Ég held að það sé okkar eina leið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Tuttugu þúsund manns, eða um 5,5 prósent þjóðarinnar, eru nú í einangrun eða sóttkví, eftir að eitt þúsund fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta eru inniliggjandi á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna aldrei hafa verið þyngri en nú. „Þeim hefur fjölgað ískyggilega covidsjúklingunum hjá okkur og miðað við nýjustu spá hvað varðar framhald þessa faraldurs að þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr,” segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Samkvæmt svartsýnustu spám Landspítala gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir 57 sjúklingum. Guðlaug Rakel segir að sjúkrahúsið geti ekki ráðið við svartsýnustu spár. „Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda og vonandi verðum við í líklegri spá eða bjartsýnni spá. Við erum að gera ráð fyrir 0,6 til 0,7 prósent innlagnahlutfalli og á meðan við erum með yfir þúsund smit á dag þá segir það sig sjálft hvernig þróunin verður.” Landspítalinn er nú á neyðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, er ákveðið af viðbragðsstjórn spítalans hverju sinni. Guðlaug Rakel telur hins vegar að ganga þurfi lengra, jafnvel þurfi að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna stöðunnar, en það er núna á hættustigi. „Ég held að það þurfi að skoða almannavarnastigið yfir höfuð, hvort það sé komið að þeim tímapunkti að við þurfum að færa almannavarnir um stig.” Þá þurfi að herða samkomutakmarkanir enn frekar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið allt. „Það þarf að hægja á samfélaginu til að draga úr smitum og við vitum hvernig það gengur fyrir sig. Ég held að það sé okkar eina leið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira