Sport

Peter Wright heimsmeistari í pílukasti í annað sinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Peter Wright tryggði sér heimsmeistaratitilinn í annað sinn í kvöld.
Peter Wright tryggði sér heimsmeistaratitilinn í annað sinn í kvöld. Luke Walker/Getty Images

Peter Wright er heimsmeistari í pílukasti í annað sinn eftir 7-5 sigur gegn Michael Smith í úrslitum HM í Alexandra Palace í kvöld.

Það var mikið um dýrðir á lokakvöldi heimsmeistaramótsins í pílukasti í Ally Pally í kvöld og viðureign Michael Smith og Peter Wright bauð upp á mikla spennu frá upphafi til enda.

Peter Wright byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Michael Smith svaraði með sigri í þriðja setti með sínum eigin 3-1 sigri. Smith jafnaði svo leikinn með 3-2 sigri í fjórða setti.

Peter Wright náði þó forystunni á ný með 3-2 sigri í fimmta setti, en Smith vann næstu tvö sett og komst þar með yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 4-3.

Wright vann svo áttunda settið og Smith það níunda áður en sá síðarnefndi náði 2-0 forystu í tíunda setti. Wright snéri taflinu þó við og vann 3-2 sigur í tíunda setti og jafnaði metin í 5-5.

Wright vann ellefta settið örugglega 3-0 og hafði því unnið sex leggi í röð. Hann bætti um betur í tólfta settinu og vann fyrstu tvo leggina. Wright var því aðeins einum legg frá því að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en Smith minnkaði muninn í 2-1 áður en Wright vann fjórða legg tólfta settsins örugglega og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í annað sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×