Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 00:00 Grímuskylda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Vísir/vilhelm Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar innanlandsaðgerðir á þriðjudag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en metfjöldi greindist á mánudag. Heilbrigðisráðherra veitti rekstraraðilum og tónleikahöldurum sérstaka undanþágu sem gildir aðeins á morgun, Þorláksmessu. Undanþágan tekur til fjöldatakmarkana en 50 manns mega koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum í stað 20. Á tónleikum mega 500 koma saman í hverju hólfi í stað 200. Eins og fyrr segir gildir undanþágan aðeins á Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá þær takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Reglugerðin gildir til 12. janúar 2022. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar innanlandsaðgerðir á þriðjudag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en metfjöldi greindist á mánudag. Heilbrigðisráðherra veitti rekstraraðilum og tónleikahöldurum sérstaka undanþágu sem gildir aðeins á morgun, Þorláksmessu. Undanþágan tekur til fjöldatakmarkana en 50 manns mega koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum í stað 20. Á tónleikum mega 500 koma saman í hverju hólfi í stað 200. Eins og fyrr segir gildir undanþágan aðeins á Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá þær takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Reglugerðin gildir til 12. janúar 2022. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18