Spáir því að Clayton bræði Ísmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2021 09:00 Nú verður kátt í höllinni. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra höllinni í dag. Eins og síðustu ár verður sýnt frá mótinu á Stöð 2 Sport. Walesverjinn Gerwyn Price á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Gary Anderson, 7-3, í úrslitum í fyrra. Price hefur talað um að hann vilji drottna yfir pílunni eins og Phil Taylor gerði á árum áður en Guðni Þorsteinn Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur þjóðarinnar, telur að Ísmaðurinn, eins og Price er kallaður, standi ekki uppi sem sigurvegari að þessu sinni. Hann hefur mesta trú á öðrum Walesverja, Jonny Clayton, sem hefur leikið afar vel í ár. „Price er mjög líklegur en ég hef talað um Clayton allt árið. Í lok janúar vann hann Masters, tók úrvalsdeildina, Grand Prix, World Series og hefur verið langbestur á árinu,“ sagði Guðni í samtali við Vísi. Auk Walesverjanna tveggja nefndi hann tvo fyrrverandi heimsmeistara, Peter Wright og Michael van Gerwen, sem líklega sigurvegara á HM. Wright varð heimsmeistari 2020 en Van Gerwen 2014, 2017 og 2019. Van Gerwen hefur ekki átt neitt sérstakt ár og féll út í átta manna úrslitum á HM í fyrra. Guðni segir þó að aldrei megi vanmeta Hollendinginn, sérstaklega ef hann nær sér á flug. En það sem flækir málin fyrir Van Gerwen er að hann er í erfiðasta hluta keppninnar. Meðal kappa í þessum hluta eru fjórir fyrrverandi heimsmeistarar; Gary Anderson, Adrian Lewis, Raymond van Barneveld og Rob Cross. Enginn ræður við Van Gerwen í ham „Van Gerwen verður að teljast líklegastur í þessum hluta en hann hefur ekki verið neitt sérstakur og held að hann hafi ekki unnið titil á árinu. Hann hefur verið í lægð en ég myndi aldrei útiloka hann. Þegar hann vaknar ræður enginn við hann,“ sagði Guðni. Guðni Þorsteinn Guðjónsson er með þeim fróðari um pílukast.úr einkasafni Hann á von á frábæru móti í ár. „Núna verður full höll alla daga og ég held við fáum eitt besta heimsmeistaramót í langan tíma. Það eru svo margir góðir keppendur. Gæðin eru orðin svo mikil.“ Gæti mætt heimsmeistaranum Ein af stjörnum heimsmeistaramótsins 2020, Fallon Sherrock, mætir aftur til leiks eftir að hafa misst af HM í fyrra. Í 1. umferðinni mætir hún Steve Beaton. Hinn bronsaði Adonis er goðsögn í sportinu en hann er að taka þátt á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. „Hún á eftir að vinna hann og ef hún gerir það mætir hún Kim Huybrechts í næstu umferð. Hún getur vel unnið hann og þá mætir hún að öllum líkindum Price í 3. umferð,“ sagði Guðni um Sherrock sem sló í gegn þegar hún vann Ted Evetts og Mensur Suljovic á HM 2020. „Það hefur alltaf verið einhver ótrúlegur sigur. Eins og með Fallon Sherrock. Fyrir tveimur árum hefði enginn trúað því að hún myndi vinna Mensur Suljovic en svo gerði hún það aftur í Grand Slam um daginn og gjörsamlega pakkaði honum saman. Það getur allt gerst.“ Guðni segir að það muni hjálpa Sherrock mikið að áhorfendur verði í Alexandra höllinni, eða Ally Pally eins og hún er oft kölluð. „Algjörlega, hún er rosalega vinsæl. Öll höllin verður með henni,“ sagði Guðni að lokum. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Leikir dagsins Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson Pílukast Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Gary Anderson, 7-3, í úrslitum í fyrra. Price hefur talað um að hann vilji drottna yfir pílunni eins og Phil Taylor gerði á árum áður en Guðni Þorsteinn Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur þjóðarinnar, telur að Ísmaðurinn, eins og Price er kallaður, standi ekki uppi sem sigurvegari að þessu sinni. Hann hefur mesta trú á öðrum Walesverja, Jonny Clayton, sem hefur leikið afar vel í ár. „Price er mjög líklegur en ég hef talað um Clayton allt árið. Í lok janúar vann hann Masters, tók úrvalsdeildina, Grand Prix, World Series og hefur verið langbestur á árinu,“ sagði Guðni í samtali við Vísi. Auk Walesverjanna tveggja nefndi hann tvo fyrrverandi heimsmeistara, Peter Wright og Michael van Gerwen, sem líklega sigurvegara á HM. Wright varð heimsmeistari 2020 en Van Gerwen 2014, 2017 og 2019. Van Gerwen hefur ekki átt neitt sérstakt ár og féll út í átta manna úrslitum á HM í fyrra. Guðni segir þó að aldrei megi vanmeta Hollendinginn, sérstaklega ef hann nær sér á flug. En það sem flækir málin fyrir Van Gerwen er að hann er í erfiðasta hluta keppninnar. Meðal kappa í þessum hluta eru fjórir fyrrverandi heimsmeistarar; Gary Anderson, Adrian Lewis, Raymond van Barneveld og Rob Cross. Enginn ræður við Van Gerwen í ham „Van Gerwen verður að teljast líklegastur í þessum hluta en hann hefur ekki verið neitt sérstakur og held að hann hafi ekki unnið titil á árinu. Hann hefur verið í lægð en ég myndi aldrei útiloka hann. Þegar hann vaknar ræður enginn við hann,“ sagði Guðni. Guðni Þorsteinn Guðjónsson er með þeim fróðari um pílukast.úr einkasafni Hann á von á frábæru móti í ár. „Núna verður full höll alla daga og ég held við fáum eitt besta heimsmeistaramót í langan tíma. Það eru svo margir góðir keppendur. Gæðin eru orðin svo mikil.“ Gæti mætt heimsmeistaranum Ein af stjörnum heimsmeistaramótsins 2020, Fallon Sherrock, mætir aftur til leiks eftir að hafa misst af HM í fyrra. Í 1. umferðinni mætir hún Steve Beaton. Hinn bronsaði Adonis er goðsögn í sportinu en hann er að taka þátt á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. „Hún á eftir að vinna hann og ef hún gerir það mætir hún Kim Huybrechts í næstu umferð. Hún getur vel unnið hann og þá mætir hún að öllum líkindum Price í 3. umferð,“ sagði Guðni um Sherrock sem sló í gegn þegar hún vann Ted Evetts og Mensur Suljovic á HM 2020. „Það hefur alltaf verið einhver ótrúlegur sigur. Eins og með Fallon Sherrock. Fyrir tveimur árum hefði enginn trúað því að hún myndi vinna Mensur Suljovic en svo gerði hún það aftur í Grand Slam um daginn og gjörsamlega pakkaði honum saman. Það getur allt gerst.“ Guðni segir að það muni hjálpa Sherrock mikið að áhorfendur verði í Alexandra höllinni, eða Ally Pally eins og hún er oft kölluð. „Algjörlega, hún er rosalega vinsæl. Öll höllin verður með henni,“ sagði Guðni að lokum. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Leikir dagsins Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson
Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson
Pílukast Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira