Innlent

Eldur í Sig­túni reyndist vera í sjón­varpinu

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn sem tilkynnt var um var bundinn við flatskjáinn.
Eldurinn sem tilkynnt var um var bundinn við flatskjáinn. Getty

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um eld í íbúð í Sigtúni í Reykjavík.

Bílarnir voru hins vegar allir afturkallaðir þegar í ljós kom að um var að ræða arineld á flatskjá í íbúðinni.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að útkallið hafi komið um klukkan 13:40.

Hann segir að einhverjir slökkviliðsmenn hafi einmitt verið í bólusetningu í Laugardalshöll þegar útkallið barst og haldið á staðinn. Hafi þeir svo tilkynnt að afturkalla skyldi alla aðra bíla sem voru á leiðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.