Erlent

Stytta refsingu Suu Kyi um helming

Atli Ísleifsson skrifar
Aung San Suu Kyi var leiðtogi ríkisstjórnar Mjanmar um tíma eftir að herforingjarnir ákváðu að deila völdum með lýðræðislega kjörnum fulltrúum.
Aung San Suu Kyi var leiðtogi ríkisstjórnar Mjanmar um tíma eftir að herforingjarnir ákváðu að deila völdum með lýðræðislega kjörnum fulltrúum. EPA

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára.

Frá þessu greinir ríkisfjölmiðillinn í Mjanmar nú síðdegis, en fyrr í dag var sagt frá því að Suu Kyi hafi verið sakfelld fyrir að kynda undir mótmælum gegn herforingjastjórninni og brjóta sóttvarnareglur vegna heimsfaraldursins. Hún var dæmd í fjögurra ára fangelsi og á raunar fleiri ákærur yfir höfðu sér.

Fjöldi ríkja og alþjóðastofnana hafa fordæmt dóminn í dag, en Reuters segir frá því að forseti herforingjastjórnarinnar hafi að hluta náðað hina 76 ára Suu Kyi og þannig stytt dóminn. Þá segir að Suu Kyi þurfi ekki að afplána dóminn í eiginlegu fangelsi heldur megi sitja dóminn af sér í stofufangelsi.

Suu Kyi var leiðtogi ríkisstjórnar Mjanmar um tíma eftir að herforingjarnir ákváðu að deila völdum með lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Í febrúar síðastliðinn skiptu þeir hins vegar um skoðun og hnepptu Suu Kyi og fleiri lýðræðislega kjörna leiðtoga í stofufangelsi.


Tengdar fréttir

Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi

Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×