Sólmyrkvi helgarinnar sást frá Suðurskautinu en þessi mynd var tekin úr geimnum.EPIC/NASA
Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd.
Myndin var tekin með EPIC-myndavélinni svokölluðu (Earth Polychromatci Imaging Camera) um borð í DSCOVR-gervihnettinum (Deep Space Climate Observatory). Sá gervihnöttur er í rúmlega einnar og hálfrar milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni, milli jarðarinnar og sólarinnar.
Gervihnötturinn er helst notaður til að fylgjast með gróðurfari, skýjum og öðru. Þó kemur fyrir að gervihnötturinn fangar sólmyrkva. Meðal annars í sumar.
Nokkrir heppnir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sáu glitta í sólina – og já, mánann í leiðinni – á milli skýjanna í morgun. Skýjað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og var því viðbúið að Íslendingar fengju ekki að berja sólmyrkva augum.
Um klukkan hálf fimm í morgun varð almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi í á fjórða ár eða síðan 28. september árið 2015.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.