Gunnar Nelson: Hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Gunnar Nelson barðist síðast í hringnum á móti Brasilíumanninum Gilbert Burns í Kaupmannahöfn 28. septmeer 2019. Getty/Jeff Bottari Það leynir sér ekki að Gunnar Nelson vill leita hefnda gegn Argentínumanninum sem notaði ódrengileg brögð í bardaga þeirra Glasgow fyrir nokkrum árum. Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira