Gunnar Nelson: Hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Gunnar Nelson barðist síðast í hringnum á móti Brasilíumanninum Gilbert Burns í Kaupmannahöfn 28. septmeer 2019. Getty/Jeff Bottari Það leynir sér ekki að Gunnar Nelson vill leita hefnda gegn Argentínumanninum sem notaði ódrengileg brögð í bardaga þeirra Glasgow fyrir nokkrum árum. Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sjá meira
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sjá meira