Sport

Íslensku stelpurnar sjónarmun á eftir Svíunum í undanúrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar fagna vel heppnuðum æfingum á dýnu.
Íslensku stelpurnar fagna vel heppnuðum æfingum á dýnu. stefán pálsson

Íslenska kvennalandsliðið lenti í 2. sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í hópfimleikum í Guimaeres í Portúgal í kvöld. Svíar, sem eiga titil að verja, urðu efstir.

Ísland fékk 55.100 í einkunn og var aðeins 0.950 á eftir Svíþjóð. Liðin fengu jafn háa einkunn fyrir gólfæfingar en Svíar voru aðeins hærri á dýnu og trampólíni.

Íslensku stelpurnar í gólfæfingunum.stefán pálsson

Íslendingar hófu leik með gólfæfingum. Þær gengu afar vel fyrir sig, dómararnir voru allavega ánægðir og gáfu íslenska liðinu 20.700 í einkunn.

Næst var komið að stökkinu. Æfingarnar þar skiluðu Íslandi 17.250 í einkunn, örlítið lægri en Svíþjóð fékk (17.550). En eftir fyrstu tvö áhöldin voru Íslendingar með forystu.

Svíþjóð endurheimti forystuna með því að fá 20.700 fyrir gólfæfingarnar, sömu einkunn og Ísland.

Kolbrún Þöll Þorradóttir lendir með glæsibrag.stefán pálsson

Fyrir lokaáhaldið, trampólín, fékk Ísland 16.200 í einkunn. Það dugði ekki til að komast upp fyrir Svíþjóð en skiptir ekki öllu máli. Það sem öllu skiptir er niðurstaðan í úrslitunum á laugardaginn.

Auk Íslands og Svíþjóðar komust Bretland, Finnland, Frakkland og Austurríki áfram í úrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.