Innlent

Íshellann í Grímsvötnum sigið um fjórtán metra

Atli Ísleifsson skrifar
Gufumekkir stíga upp úr Grímsvötnum þar sem jarðhitinn bræðir sig í gegnum ísinn.
Gufumekkir stíga upp úr Grímsvötnum þar sem jarðhitinn bræðir sig í gegnum ísinn. Vísir/RAX

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur sigið um fjórtán metra frá því að hún mældist hæst. Vatn úr Grímsvötnum hefur verið að mælast í Gígjukvísl og hefur vatnshæð þar hækkað sem og rennslið.

Segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu að von sé á nýjustu mælingum, bæði þegar kemur að rennsli og rafleiðni, með morgninum. 

Áður hafði verið greint frá því að spálíkan Jarðfræðistofnunar Háskólans geri ráð fyrir að rennslistoppi í Gígjukvísl verði líklega náð á sunnudaginn eða í fyrsta lagi á seinni part laugardags.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.